Færsluflokkur: Lífstíll
28.5.2011 | 14:17
Hjúkrunarheimilið Grund setur upp 11 svalakssa frá Letigörðum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 15:37
Garðræktin komin á fullt.
Það er ljóst að það eru margir sem ætla að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Í það minnsta er mikill áhugi á borðunum frá Letigörðum.
Sjá nánar hér: www.letigardar.net
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 23:20
Sambýli fær sér borð frá Letigörðum
Eitt sambýli hér á Höfuðborgarsvæðinu fékk eitt borð frá Letigörðum í gær. Heimilismenn voru frá því í vor búnir að forrækta sjálfir plönturnar sem þeir ætla að setja í borðið.
Það hentar mögum vel að hafa plönturnar í þægilegri vinnuhæð í þessum borðum. Það þarf aldrei að fara niður á fjórar fætur og óhreinka fötin þó plöntunum sé sinnt í borðinu.
Við erum að mæla í skýjuðu veðri eins og í dag 8 til 9 gráðu hætti hita inni í borðinu en lofthitinn er úti. Það mun spretta vel í þessum kössum sé þess gætt að vökva.
Við vonum að þeim gangi vel með ræktunina á sambýlinu í sumar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 23:48
Letigarðar verða eingöngu á vefnum núna í vor.
þar sem ekki hefur tekist að finna hentuga aðstöðu í staðin fyrir Dalveg 32 (gömlu Birkihlíð) þá verða Letigarðar alfarið með sína þjónustu þetta vorið á vefnum. Heimasíðan okkar er
Þetta þýðir að í stað þess að vera með afgreiðslustað þá bjóðum við upp á heimsendingarþjónustu.
Sjá nánar um verð á heimsendingarþjónustunni á vefnum okkar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 14:58
Öll jarðaberjafræ uppseld í landinu?
Greinilegt er að mikill ræktunaráhugi er meðal landsmanna þetta vorið. Nú er svo komið að jarðaberjafræ eru uppseld í stærstu gróðurvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem hafa áhuga á að rækta jarðaber eða grænmeti í sumar er bent á að enn er góður tími til að kaupa fræ og hefja forræktun í fræbökkum. Sjá allt um forræktun og fræbakka hér.
Þeir sem vilja rækta jarðaber í sumar er bent á að jarðaberjafræ er hægt að panta erlendis frá. Við hjá Letigörðum bendum á mjög góða vefverslun í Svíþjóð, Impecta AB. Heimasíðan þeirra er: www.impecta.se. Þeir eru almennt að selja mjög góð jarðaberjakvæmi sem henta vel borðin okkar ásamt auðvita fleiri matjurtir.
Ef pöntuð eru jarðaberjafræ í dag þá eru þau að koma til landsins um miðjan apríl. Það er enn góður tími til að koma sér upp jarðaberjaplöntum fyrir sumarið. Hin leiðin er auðvita að kaupa tilbúnar plöntur á 700 kr. stykkið.
Sjá allt um Letigarða hér.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 09:53
Ætlar þú að rækta jarðaber, kóriander, salat og kartöflur í sumar?
Vilt þú rækta jarðaber, kóríander, salat og kartöflur í sumar og gera það án þess að þurfa að leggjast niður á hnén?
Þá erum við hjá Letigörðum með lausnina fyrir þig.
Kynntu þér heimasíðu okkar hér:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2010 | 11:20
Letigarðar í samstarf við NordGen, alþjóðlega fræbankann á Svalbarða.
Letigarðar og NordGen sem rekur alþjóðlega fræbankann á Svalbarða hófu samstarf nú í mars 2010. NordGen mun leggja Letigörðum til fræ af ýmsum sér völdum matjurtum. Letigarðar munu prófa að rækta þessar matjurtir við íslenskar aðstæður í borðunum frá Letigörðum.
Þetta eru grænmetis tegundir sem vísindamennirnir hjá NordGen hafa valið sérstaklega fyrir borðin frá Letigörðum úr þeim þúsundum grænmetis tegunda / kvæma sem þeir hafa úr að velja í fræbankanum á Svalbarða. Þetta eru tegundir / kvæmi sem þeir hafa trú á að muni henta vel fyrir borðin okkar hér á Íslandi.
Þegar velja á hvaða fræ henta best til ræktunar þá eru tvenn slags fræ í boði hér á landi. Annars vegar fræ sem notuð hafa verið til að rækta jurtir í kálgörðum landsmanna og hins vegar fræ sem garðyrkjubændur nota í gróðurhúsum sínum.
Þeir sem hafa lesið þessa síðu hér, Galdrar Letigarðanna, þeir vita að í borðunum frá Letigörðum þá gilda önnur lögmál en ef um hefðbundin kálgarð er að ræða eða gróðurhús. Í borðunum sveiflast moldin og rætur plantnanna með loft hitanum. Engin kæling kemur úr jörðinni að neðan frá hinu 4°C kalda grunnvatni. Hitastigið í moldinni í borðunum verður því hærra en hitastigið í moldinni í venjulegum kálgarði. Eins verður hitastigið undir plastinu inni í kössunum 3°C til 4°C hærra en lofthitinn úti vegna gróðurhúsa áhrifanna. Þetta allt vissu sérfræðingar NordGen sem völdu fyrir okkur þessi kvæmi sem ætlunin er að prófa í sumar í borðunum frá Letigörðum.
Ef vel tekst til þá erum við með því að nota borðin og þessi fræ frá NordGen hugsanlega valda byltingu í matjurta rækt við heimahús á Íslandi.
Við hvetjum þá sem ætla að rækta matjurtir í borðunum frá Letigörðum að prófa einnig fræin frá NordGen. Verkefnið gengur út á það að prófa hvaða grænmeti hentar best til ræktunar í borðunum. Niðurstöður þessara rannsókna munu gagnast öllum þeim sem hyggja á matjurta rækt með þessum hætti í framtíðinni.
Ef okkur hjá Letigörðum tekst að auka úrval þeirra matjurta sem hægt að rækta við heimahús með því að nota þessi borð ásamt því að hægt verður að rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári þá höfum við hjá Letigörðum náð markmiðum okkar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2010 | 17:40
Letigarðar með nýtt veffang
Letigarðar voru að flytja vefsíðu sína yfir á nýtt veffang. Nýja veffangið er:
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2010 | 17:36
Vilt þú rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári?
Hefðbundin ræktun í kálgörðum gengur út á það að þú ert að fá mest alla uppskeruna á tveim til þrem vikum í ágúst, september.
Er hægt að breyta þessu að vera að taka upp grænmeti frá því um vor og fram á haust?
Vilt þú rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári, vera með ræktunina heima við og þurfa aldrei að beygja þig?
Þetta er góður möguleiki ef þú færð þér borð frá Letigörðum, kynnir þér Grænmetishringinnog byrjar að sá fræjum og forrækta fyrstu plönturnar nú í febrúar og mars. Þá getur þú byrjað að taka upp grænmeti úr borðunum strax í vor og ert að taka upp þitt eigið grænmeti fram á harða haust.
Kynntu þér möguleikana á heimasíðu Letigarða, sjá hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 17:45
Verða steinselja, minta, dill og salvía úti á þínum svölum eða í þínum garði í sumar?
Vilt þú rækta þitt eigið grænmeti, kryddjurtir og ber úti í garði eða úti á svölunum hjá þér í sumar?
Vilt þú prófa galdrana í borðunum frá Letigörðum?
Vilt þú taka þátt í að breyta garðrækt við heimahús á Íslandi?
Ert þú hætt/hættur að nenna að bogra þetta yfir kálgarðinum þínum?
Hvernig væri að skoða heimasíðu Letigarða og fræðast um það nýjasta sem er að gerast á sviðið matjurtaræktar á Íslandi?
Sjá hér: http://www.simnet.is/fhg/Letigardar/index.htm
Ræktaðu með okkur grænmeti, kryddjurtir og jarðaber í sumar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)