Fyrstu farfuglarnir komnir, tími til kominn að forrækta grænmeti sumarsins

Nú er rétti tíminn til að hefja forræktun á grænmeti sumarsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta er ekki flókin aðgerð, af forrækta grænmetisplöntur, kryddjurtir eða bláberjaplöntur.

Með því að hefja forræktun núna og setja síðan plönturnar út í borðin frá Letigörðum í byrjun maí þá getur þú verið að fá fyrstu uppskeru sumarsins úr borðunum í lok maí, byrjun júní.

Með því að nota borðin frá Letigörðum þá getur því verið að sá og forrækta grænmetisplöntur allt sumarið. Þú kemur sáðbakkanum þínum fyrir í borðinu og heldur áfram að sá fræjum og forrækta plöntur í allt sumar. Síðan tekur þú alltaf nýjar og nýjar plötur úr sáðbakkanum og setur niður í stað þeirra sem þú tekur upp. Þetta er "Grænmetishringurinn" okkar.

Með þessu móti getur þú verið að taka upp grænmeti frá því í maí, í allt sumar og fram á harða haust.

Kynntu þér möguleikana sem felast í því að rækta grænmeti, kryddjurtir og jarðaber í þægilegri vinnuhæð í grænmetisborðum þar sem plönturnar vaxa og dafna undir litlum plasthimni.

Sjá heimasíðu Letigarða hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband