28.5.2011 | 14:17
Hjúkrunarheimilið Grund setur upp 11 svalakssa frá Letigörðum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2011 | 15:37
Garðræktin komin á fullt.
Það er ljóst að það eru margir sem ætla að rækta sitt eigið grænmeti í sumar. Í það minnsta er mikill áhugi á borðunum frá Letigörðum.
Sjá nánar hér: www.letigardar.net
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 23:20
Sambýli fær sér borð frá Letigörðum
Eitt sambýli hér á Höfuðborgarsvæðinu fékk eitt borð frá Letigörðum í gær. Heimilismenn voru frá því í vor búnir að forrækta sjálfir plönturnar sem þeir ætla að setja í borðið.
Það hentar mögum vel að hafa plönturnar í þægilegri vinnuhæð í þessum borðum. Það þarf aldrei að fara niður á fjórar fætur og óhreinka fötin þó plöntunum sé sinnt í borðinu.
Við erum að mæla í skýjuðu veðri eins og í dag 8 til 9 gráðu hætti hita inni í borðinu en lofthitinn er úti. Það mun spretta vel í þessum kössum sé þess gætt að vökva.
Við vonum að þeim gangi vel með ræktunina á sambýlinu í sumar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2010 | 23:48
Letigarðar verða eingöngu á vefnum núna í vor.
þar sem ekki hefur tekist að finna hentuga aðstöðu í staðin fyrir Dalveg 32 (gömlu Birkihlíð) þá verða Letigarðar alfarið með sína þjónustu þetta vorið á vefnum. Heimasíðan okkar er
Þetta þýðir að í stað þess að vera með afgreiðslustað þá bjóðum við upp á heimsendingarþjónustu.
Sjá nánar um verð á heimsendingarþjónustunni á vefnum okkar.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2010 | 14:58
Öll jarðaberjafræ uppseld í landinu?
Greinilegt er að mikill ræktunaráhugi er meðal landsmanna þetta vorið. Nú er svo komið að jarðaberjafræ eru uppseld í stærstu gróðurvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu.
Þeir sem hafa áhuga á að rækta jarðaber eða grænmeti í sumar er bent á að enn er góður tími til að kaupa fræ og hefja forræktun í fræbökkum. Sjá allt um forræktun og fræbakka hér.
Þeir sem vilja rækta jarðaber í sumar er bent á að jarðaberjafræ er hægt að panta erlendis frá. Við hjá Letigörðum bendum á mjög góða vefverslun í Svíþjóð, Impecta AB. Heimasíðan þeirra er: www.impecta.se. Þeir eru almennt að selja mjög góð jarðaberjakvæmi sem henta vel borðin okkar ásamt auðvita fleiri matjurtir.
Ef pöntuð eru jarðaberjafræ í dag þá eru þau að koma til landsins um miðjan apríl. Það er enn góður tími til að koma sér upp jarðaberjaplöntum fyrir sumarið. Hin leiðin er auðvita að kaupa tilbúnar plöntur á 700 kr. stykkið.
Sjá allt um Letigarða hér.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 15:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 09:53
Ætlar þú að rækta jarðaber, kóriander, salat og kartöflur í sumar?
Vilt þú rækta jarðaber, kóríander, salat og kartöflur í sumar og gera það án þess að þurfa að leggjast niður á hnén?
Þá erum við hjá Letigörðum með lausnina fyrir þig.
Kynntu þér heimasíðu okkar hér:
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2010 | 11:20
Letigarðar í samstarf við NordGen, alþjóðlega fræbankann á Svalbarða.
Letigarðar og NordGen sem rekur alþjóðlega fræbankann á Svalbarða hófu samstarf nú í mars 2010. NordGen mun leggja Letigörðum til fræ af ýmsum sér völdum matjurtum. Letigarðar munu prófa að rækta þessar matjurtir við íslenskar aðstæður í borðunum frá Letigörðum.
Þetta eru grænmetis tegundir sem vísindamennirnir hjá NordGen hafa valið sérstaklega fyrir borðin frá Letigörðum úr þeim þúsundum grænmetis tegunda / kvæma sem þeir hafa úr að velja í fræbankanum á Svalbarða. Þetta eru tegundir / kvæmi sem þeir hafa trú á að muni henta vel fyrir borðin okkar hér á Íslandi.
Þegar velja á hvaða fræ henta best til ræktunar þá eru tvenn slags fræ í boði hér á landi. Annars vegar fræ sem notuð hafa verið til að rækta jurtir í kálgörðum landsmanna og hins vegar fræ sem garðyrkjubændur nota í gróðurhúsum sínum.
Þeir sem hafa lesið þessa síðu hér, Galdrar Letigarðanna, þeir vita að í borðunum frá Letigörðum þá gilda önnur lögmál en ef um hefðbundin kálgarð er að ræða eða gróðurhús. Í borðunum sveiflast moldin og rætur plantnanna með loft hitanum. Engin kæling kemur úr jörðinni að neðan frá hinu 4°C kalda grunnvatni. Hitastigið í moldinni í borðunum verður því hærra en hitastigið í moldinni í venjulegum kálgarði. Eins verður hitastigið undir plastinu inni í kössunum 3°C til 4°C hærra en lofthitinn úti vegna gróðurhúsa áhrifanna. Þetta allt vissu sérfræðingar NordGen sem völdu fyrir okkur þessi kvæmi sem ætlunin er að prófa í sumar í borðunum frá Letigörðum.
Ef vel tekst til þá erum við með því að nota borðin og þessi fræ frá NordGen hugsanlega valda byltingu í matjurta rækt við heimahús á Íslandi.
Við hvetjum þá sem ætla að rækta matjurtir í borðunum frá Letigörðum að prófa einnig fræin frá NordGen. Verkefnið gengur út á það að prófa hvaða grænmeti hentar best til ræktunar í borðunum. Niðurstöður þessara rannsókna munu gagnast öllum þeim sem hyggja á matjurta rækt með þessum hætti í framtíðinni.
Ef okkur hjá Letigörðum tekst að auka úrval þeirra matjurta sem hægt að rækta við heimahús með því að nota þessi borð ásamt því að hægt verður að rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári þá höfum við hjá Letigörðum náð markmiðum okkar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.3.2010 | 17:40
Letigarðar með nýtt veffang
Letigarðar voru að flytja vefsíðu sína yfir á nýtt veffang. Nýja veffangið er:
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2010 | 17:36
Vilt þú rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári?
Hefðbundin ræktun í kálgörðum gengur út á það að þú ert að fá mest alla uppskeruna á tveim til þrem vikum í ágúst, september.
Er hægt að breyta þessu að vera að taka upp grænmeti frá því um vor og fram á haust?
Vilt þú rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári, vera með ræktunina heima við og þurfa aldrei að beygja þig?
Þetta er góður möguleiki ef þú færð þér borð frá Letigörðum, kynnir þér Grænmetishringinnog byrjar að sá fræjum og forrækta fyrstu plönturnar nú í febrúar og mars. Þá getur þú byrjað að taka upp grænmeti úr borðunum strax í vor og ert að taka upp þitt eigið grænmeti fram á harða haust.
Kynntu þér möguleikana á heimasíðu Letigarða, sjá hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.3.2010 | 17:45
Verða steinselja, minta, dill og salvía úti á þínum svölum eða í þínum garði í sumar?
Vilt þú rækta þitt eigið grænmeti, kryddjurtir og ber úti í garði eða úti á svölunum hjá þér í sumar?
Vilt þú prófa galdrana í borðunum frá Letigörðum?
Vilt þú taka þátt í að breyta garðrækt við heimahús á Íslandi?
Ert þú hætt/hættur að nenna að bogra þetta yfir kálgarðinum þínum?
Hvernig væri að skoða heimasíðu Letigarða og fræðast um það nýjasta sem er að gerast á sviðið matjurtaræktar á Íslandi?
Sjá hér: http://www.simnet.is/fhg/Letigardar/index.htm
Ræktaðu með okkur grænmeti, kryddjurtir og jarðaber í sumar
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú er rétti tíminn til að hefja forræktun á grænmeti sumarsins. Það er ekki eftir neinu að bíða. Þetta er ekki flókin aðgerð, af forrækta grænmetisplöntur, kryddjurtir eða bláberjaplöntur.
Með því að hefja forræktun núna og setja síðan plönturnar út í borðin frá Letigörðum í byrjun maí þá getur þú verið að fá fyrstu uppskeru sumarsins úr borðunum í lok maí, byrjun júní.
Með því að nota borðin frá Letigörðum þá getur því verið að sá og forrækta grænmetisplöntur allt sumarið. Þú kemur sáðbakkanum þínum fyrir í borðinu og heldur áfram að sá fræjum og forrækta plöntur í allt sumar. Síðan tekur þú alltaf nýjar og nýjar plötur úr sáðbakkanum og setur niður í stað þeirra sem þú tekur upp. Þetta er "Grænmetishringurinn" okkar.
Með þessu móti getur þú verið að taka upp grænmeti frá því í maí, í allt sumar og fram á harða haust.
Kynntu þér möguleikana sem felast í því að rækta grænmeti, kryddjurtir og jarðaber í þægilegri vinnuhæð í grænmetisborðum þar sem plönturnar vaxa og dafna undir litlum plasthimni.
Sjá heimasíðu Letigarða hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2010 | 10:05
Af hverju að rækta græmneti við heimahús í borðum?
Það eru fjórar góðar ástæður fyrir því af hverju það er betra að rækta grænmeti í borðum frekar en í hefðbundnum kálgörðum.
Í fyrsta lagi er það vegna þess að þá þarf ekki að krjúpa eða liggja á hnjánum við að sinna beðum og plöntum. Með því að vera með moldina og plönturnar í þægilegri hæð þá er hægt að nytja plönturnar án þess að fara niður á hnén. Það er allt annað að sinna plöntum sem eru á jörðinni eða í svipaðri hæð og eldhúsborð. Eldhúsboð eru um 72 sentímetrar, sm, til 75 sm. Hæðin á borðunum frá letigörðum er 65 sm. Hægt er að panta hærri borð eða lægri boð. Við höfum valið 65 sm svo það sé þægilegt að vökva.
Í öðru lagi þá erum við laus við meindýr eins og snigla, maðk og mýs þegar við ræktum í borðum þar sem moldin er í 40 sm hæð frá jörðu. Eins er auðvelt að verja borðin fyrir ágangi fugla.
Eðlisfræðilegu sjónarmiðin tvö:
Í þriðja lagi vegna þess að með því að klæða kassann á borðinu að innan með svörtu plasti og tjalda yfir borðin með glæru plasti þá fáum við svokölluð Gróðurhúsaáhrif í gang í borðunum. Hitinn inni í borðunum verður 3°C til 4°C hærri en útihitinn. Það munar miklu fyrir allan vöxt.
Í fjórða lagi vegna þess að með því að slíta moldina sem ræturnar vaxa í frá kuldanum í jörðinni, þá fer moldin í borðunum að sveiflast með lofthitanum. Lofthitinn á Íslandi yfir vor og sumarmánuðina er alltaf hærri en hitastigið á 10 sm dýpi í kálgörðum landsmanna. Þegar hitastigið í moldinni og þar með hitastigið á rótum plantnanna fer að sveiflast með lofthitanum plús það að lofthitinn inn í borðinu er að jafnaði 3°C til 4°C hærri en lofthitinn úti, þá fara undur að gerast hjá plöntunum.
Þetta eru galdrar Letigarðanna. (Plús auðvita moldin frá okkur en blöndunin á henni er okkar leyndarmál)
Við hjá Letigörðum bindum vonir við það að með því að opna fyrir möguleikann á að rækta matjurtir í þessum borðunum okkar þá opnist fyrir fólki nýr heimur og við vonumst til þess að þessi borð valdi straumhvörfum í matjurtarækt við heimahús á Íslandi.
Eins að þessi borð opni möguleikann á því að rækta við heimahús matjurtir sem í dag eru aðeins ræktuð í gróðurhúsum.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú upp úr miðjum febrúar er rétti tíminn til að hefja forræktun á því grænmeti sem á að rækta í sumar. Þá getur þú tekið upp eigið grænmeti strax í vor og haldið því áfram fram á harða haust. Þetta getur þú gert ef þú notar borðin frá Letigörðum og kynnir þér Grænmetishringinn okkar.
Ef þú hefur áhuga á að taka upp eigið grænmeti strax í lok maí eða byrjun júní og taka upp eigið grænmeti fram í október, skoðaðu þá heimasíðuna hjá Letigörðum, sjá hér.
Vertu með, fáðu þér eitt, tvö eða þrjú borð og ræktaðu úti á svölum eða úti í garði í allt sumar, grænmeti, kryddjurtir og ber.
Myndin hér að ofan sýnir einn af viðskiptavinum Letigarða keyra burt með sinn skammt af borðum fyrir sumarið.
Borðin eru í tveim hlutum, grind og kassi, sjá nánar hér. Stærðin á kassanum er 120 cm x 210 cm. Hæð borðana er 64 cm. Grindurnar raðast ofaní kassana þannig að fjögur borð eins og sjást á þessari mynd, raðast í stafla sem er 160 cm hár.
Ef þú ætlar að vera með, pantaðu borðin tímanlega og byrjaðu núna að forrækta jarðaberjaplöntur, spínat, steinselju o.s.frv..
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2010 | 18:37
Vilt þú rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári?
Hefðbundin ræktun í kálgörðum gengur út á það að þú ert að fá mest alla uppskeruna á tveim til þrem vikum í ágúst, september.
Er hægt að breyta þessu að vera að taka upp grænmeti frá því um vor og fram á haust?
Vilt þú rækta og borða eigið grænmeti í 5 til 6 mánuði á ári, vera með ræktunina heima við og þurfa aldrei að beygja þig?
Þetta er góður möguleiki ef þú færð þér borð frá Letigörðum, kynnir þér Grænmetishringinn og byrjar að sá fræjum og forrækta fyrstu plönturnar nú í febrúar og mars. Þá getur þú byrjað að taka upp grænmeti úr borðunum stax í vor og ert að taka upp þitt eigið grænmeti fram á harða haust.
Kynntu þér möguleikana á heimasíðu Letigarða, sjá hér.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það gæti verið góður möguleiki með því að rækta jarðaberin í borðunum frá Letigörðum. Borðin eru 1,2 metrar á breidd og 2,1 metri á lengd. Við klæðum þau að innan með svörtu plasti, setjum í þau tæplega 20 sentímetra þykkt lag af Letigarðamoldinni, setum glært plast yfir borðin og erum þá í raun komin með lítið gróðurhús. Gróðurhús þar sem hægt er að rækta flestar þær matjurtir sem fást í matvöruverslunum landsins. Gróðurhús þar sem þú þarf aldrei að beygja þig.
Í þessum borðum er hægt að koma fyrir miklum fjölda plantan, sjá hér og hér.
Með því að við ræktum jarðaberjaplönturnar í mold sem ekki er lengur í snertingu við jörðina þá byrjar hitastigið í moldinni að sveiflast með lofthitanum. Að sumarlagi á 10 sentímetra dýpi í jörðinni er hitinn í moldinni alltaf lægri en í lofthitinn. Gróðurhúsaáhrifin valda því að lofthitinn undir plastinu í borðunum verður 3 til 4 gráðum hærri en útihitinn. Þegar moldin sem ræturnar eru í fara að sveiflast með lofthitanum plús það að hitinn inni í borðunum er 3 til 4 gráðum hærri en lofthitinn úti, þá fara góðir hlutir að gerast í garðræktinni. Þetta eru galdrar Letigarðaborðanna
Í þessum borðum eru kjöraðstæður til að rækta grænmeti, kryddjurtir og ber.
Ef þú ferð inn á heimasíðu Letigarða hér og skoðar síðuna um forplöntun, hvernig á að skipuleggja borðin og hver hugsanlegur ávinningur er af því að koma sér upp einu borði með jarðaberjaplöntum þá sérð þú að þú átt alla möguleika að rækta tugir kílóa af jarðaberjum í sumar.
Taktu þátt í því með okkur að móta nýja menningu við ræktum matjurta við heimahús, úti í garði eða úti á svölum. Fáðu þér borð í sumar og ræktaðu eigin matjurtir.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 23:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.2.2010 | 14:44
Vilt þú rækta jarðaber heima hjá þér í sumar?
Borðin frá Letigörðum opna nýjan möguleika á ræktun jarðaberja sem og annarra matjurta við heimahús, hvort heldur það er út í garði eða úti á svölum.
Eitt af því sem auðvelt er að rækta í borðunum frá Letigörðum eru jarðaber. Ef plantað er út mismunandi kvæmum í borðin sem gefa jarðaber á mismunandi tímum þá getur þú verið að tína jarðaber í allt sumar.
Ekki spillir það að berin eru í þægilegri hæð á borðunum þegar veri er að tína þau.
Kynntu þér málið á heimasíðu Letigarða, sjá hér
http://www.simnet.is/fhg/Letigardar/
Ræktaðu með okkur grænmeti, kryddjurtir og jarðaber í sumar.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.2.2010 | 18:00
Letigarðar hafa opnað heimasíðu.
Letigarðar, félag um nýbreytni í matjurtarækt við heimanús, hefur opnað heimasíðu. Farðu inn á síðuna og kynntu þér það nýjasta í matjurtaræktinni, sjá hér:
http://www.simnet.is/fhg/Letigardar/
Pantaðu þér borð og ræktaðu með okkur grænmeti í sumar. Við ætlum að rækta í sumar, rófur og radísur, kryddjurtir og jarðaber, paprikur og tómata.
Vertu með.
Lífstíll | Breytt 16.2.2010 kl. 16:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)